Meliá Villaitana, Benidorm, Spain

kr.159.900

Loading Maps

Fararstjóri okkar í þessari ferð er Karen Sævarsdóttir LPGA golfkennari.

Við hjá FA Travel erum heppin að hafa úrvalsfólk í okkar liði og bjóðum hana velkomin til leiks!

Karen Sævars LPGA

Karen Sævarsdóttir er fædd 1973. Hún hefur leikið golf í yfir 30 ár og á þeim tíma ferðast víða og leikið mikið bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún er LPGA golfkennari með áralanga reynslu af kennslu og þjálfun.

Fyrstu kynni af golfi erlendis var þegar hún keppti ung eða 11 ára í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd á Ítalíu. Karen hefur meðal annar þjálfað Háskólalið í Bandaríkjunum og kennt kylfingum á Íslandi golf síðan 2008. Karen kennir í Hraunkoti í Hafnafirði.

Kvennaferð Karenar Villaitana 16.-23. apríl, 2018

Áttu vinkonu sem er alltaf á leiðinni að byrja? Þá er þetta ferðin fyrir ykkur. Vanar og óvanar koma saman og skemmta sér í frábæru umhverfi Meliá Villaitana hótelsins. Hér geta þær sem eru vanar og þær sem eru að byrja komið saman og notið þessa að vera í golfi og skemmt sér saman.

Þær sem eru vanar spila ótakmarkað golf. Þær sem eru óvanar fara í golfskólann hjá Karen í 3 klst. á dag í sex daga og geta farið út á völl fjóra daga seinnipart

FA Travel mun bjóða uppá eina af golfperlum Spánar, Melia Villaitana hótel sem er einungis í 30 mín akstri frá Alicante. Tveir mjög góðir golfvellir sem eru hannaðir af Jack Nicklaus.

Herbergi Melia Villaitana eru glæsileg með öllu, einstaklingsherbergi, double-herbergi eða twin-herbergi. Í öllum okkar herbergjum má finna  42“ flatskjá, loftræstikerfi, WiFi, öryggishólf og minibar. Í boði er Miðjarðarhafs útsýni eða golf útsýni þegar kemur að vali herbergja á Melia Villaitana.

Glæslegan sundlaugar og hótelgarð má finna á Melia Villaitana ásamt líkamsrækt. Strandarlaug finnur þú á Melia Villaitana ásamt frábærum veitingarstöðum. Afþreying er til fyrirmyndar og má finna tennisvelli ásamt glæsilegri Spa-aðstöðu á hótelinu.

Tveir glæsilegir 18 holu golfvellir eru við hótelið, Levante sem er par 72 og Poniente sem er par 62 Jack Niclaus Signature vellir. Á Poniente fylgir golfbíll í okkar ferðum en á Levante þarf að leiga golfbíl, en að sjálfsögðu er hægt að ganga völlinn ef menn vilja frekar. Frábært æfingarsvæði og flottar púttflatir til æfinga. Frábær áfangastaður í alla staði fyrir alla GOLFARA.

 

Hvað er innifalið og ferðatillaga

GOLFSKÓLAFERÐ
Beint flug með Norwegian
Akstur til og frá flugvelli
4 x 18 golfhringir með golfbíl
Hálft fæði / morgunmatur / kvöldverður

FYRIR ÞÁ SEM VILJA EINUNGIS SPILA GOLF
Beint flug með Norwegian
Akstur til og frá flugvelli
Golf í 6 daga ótakmarkað
Golfbíll miðast við 2 í bíl
Hálft fæði / morgunmatur / kvöldverður

16. apríl  2018 – 7 Nætur
Verð kr. 159.900,- á mann í tvíbýli UPPSELD
Verð kr. 189.900,- á mann í einbýli UPPSELD
Golfskóli greiðist sér kr. 30.000,-

Fyrir þær sem vilja einungis spila golf
Verð kr. 189.900,- á mann í tvíbýli UPPSELD
Verð kr. 204.900,- á mann í einbýli UPPSELD

Öll verð eru miðuð við netbókanir. Ef bókað er gegnum síma eða tölvupóst leggst bókunargjald (3.900kr) á farþega.

Staðfestingargjald er kr. 50.000,- af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun en að öðru leyti er það óendurkræft. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Athugið að flugvallarskattar geta hækkað eða lækkað án fyrirvara.

Í öllum skipulögðum ferðum er heimild fyrir eina 20 kílóa ferðatösku og 6 kílóa handfarangur. Þá mega golfsett mega vega allt að 15 kg í okkar ferðum en í skipulögðum golfferðum má samanlögð þyngd ferðatösku og golfsetts vera allt að 35 kíló.

Staðfestingargjald í þessari ferð er kr. 50.000,-  af heildarverði ferðar.  Eftirstöðvar ferðar þarf að greiða til Ferðaskrifstofu 8 vikum fyrir brottför. Ef styttra er í ferð en 8 vikur þá þarf að greiða ferð að fullu við bókun.