Corso Zanardelli, 84 - 25083 Gardone Riviera (Bs) - Lago di Garda - Italy

kr.249.900

Loading Maps

Fleirri Valkostir í Boði!

4 Stjörnu Grand Hotel Gardone Riviera

Grand Hotel Gardone Riviera (****) er fyrsta stóra hótelið sem byggt var við Gardavatn, en undir lok 19. aldar var það einn táknrænasti áfangastaður í Belle Epoque. Þökk sé sterkri hefð og metnaði starfsfólks er enn hægt að upplifa gömlu töfrana.

Menningararfur og saga einkennir umhverfi Garda, hvort sem um er að ræða hótelið eða golfvellina.

 

 

 

Garda Golf Country Club 2×27 holur

Atvinnukylfingar telja Gardagolf vera einn af bestu golfvöllum sem hannaðir hafa verið á undanförnum tíu árum. Þessi 27 holu og 110 hektara golfvöllur var hannaður af Golf & Gardens í samstarfi við breska fyrirtækið Cotton, Pennick, Stell & Partners. Völlurinn er staðsettur á milli Rocca di Manerba, Castello fi Soiano og Valtenesi hills. Þessi staðsetning býður upp á einstakt útsýni og ógleymanlega golfreynslu.

Arzaga Golf Club 2×18 holur

Suður-Afríku meistarinn og golfhönnuðurinn Gary Player á heiðurinn af hönnun Arzaga golfvallarins sem státar af djúpstæðum og bylgjóttum arkitektúr í kringum Valtenes hæðirnar við Gardavatn. Völlurinn einkennist af undurfögru og grænu landslagi en gígslag og djúpar sandgryfjur gera völlinn krefjandi. Arzaga golfvöllurinn fellur gríðarlega vel inn í landslagið með fáséðri.

Bogliaco Golf Club 2×18 holur

Bogliaco Golf Club er staðsettur á bak við Western Hills Lake Garda. Golf Bogliaco er þakið ýmsum fallegum gróðri á borð ið lárviðarrósir, grátvið og ólífutré. Ásamt öllum þessum fallegu trjátegundum eru margar aðrar plöntur sem undirstrika dæmigerða náttúrufegurð í miðjarðarhafinu. Bogliaco golfvöllurinn býður upp á gríðarlega fallegt útsýni yfir Gardavatn og milt loftslag sem gerir fólki kleift að spila allt árið um kring.

Öll verð miðast við lágmark tvo í gistingu.

30. September  2017 – 7 Nætur
Verð kr. 249.900,- á mann í tvíbýli

Okkar Golfvellir á Grand Hótel Gardone Garda Lake Ítalíu

(Sjá vefsíðu) Bogliaco Golf Club
(Sjá vefsíðu) Gardagolf Country Club – Soiano
(Sjá vefsíðu) Arzaga Golf Club

Skilmálar ferðakrifstofu

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun en að öðru leyti er það óendurkræft. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Athugið að flugvallarskattar geta hækkað eða lækkað án fyrirvara.

Netbókanir og verð

Öll verð eru miðuð við netbókanir. Ef bókað er gegnum síma eða tölvupóst leggst bókunargjald (3.900kr) á farþega.

Farangur og þyngd

Í öllum skipulögðum ferðum er heimild fyrir eina 20 kílóa ferðatösku og 6 kílóa handfarangur. Þá mega golfsett mega vega allt að 15 kg í okkar ferðum en í skipulögðum golfferðum má samanlögð þyngd ferðatösku og golfsetts vera allt að 35 kíló.

Hvað er innifalið og ferðatillaga

Flug með WOW air
Akstur til og frá flugvelli
7 nætur á 4 stjörnu Grand Hótel Gardone Riviera
Morgunverður alla daga
Garda Golf Country Club 2×27 holur
Arzaga Golf Club 2×18 holur
Bogliaco Golf Club 2×18 holur
Aðgengi að SPA og líkamsrækt
Íslensk farastjórn
Flugáætlun
KEFLAVÍK - MÍLANÓ (17:55 - 00:20) WOW AIR
MÍLANÓ - KEFLAVÍK (01:20 - 03:45) WOW AIR

Flogið er með WOW AIR
Hámarks þyngd farangurs er eftirfarandi:
FERÐATASKA : 15 KG.
GOLFTASKA : 15 KG.
HANDFARANGUR : 6 KG.

BÓKA FERÐ

  1. Staðfestingargjald í þessari ferð er 50.000 þúsund krónur af heildarverði ferðar.  Eftirstöðvar ferðar þarf að greiða til Ferðaskrifstofu 8 vikum fyrir brottför. Ef styttra er í ferð en 8 vikur þá þarf að greiða ferð að fullu við bókun.
  2. FA TRAVEL býður uppá staðgreiðslulán í allt að 24 mánuði eða vaxtarlaus staðgreiðslulán í allt að 12 mánuði. Vinsamlegast hafðu samband við Ferðaskrifstofu í síma 471-2000