Cape Canaveral, FL, United States

kr.299.900

Loading Maps

Fleirri Valkostir í Boði!

5 Stjörnu Gisting og sigling sem ekki má missa af!

Þá er komið að því og ekki seinna að vænna því síðasta ferð var smekkfull og færri komust að en vildu. Árið 2017 verður ekki síðra nema nú tökum við skrefið lengra og bætum um betur.

Flogið verður út með Icelandair þann 23. Nóvember í beinu flugi til Orlando Flórída. Þar gistum við eina nótt á Marriott fyrir utan MCO flugvöll og hlöðum batteríin fyrir næsta dag. Þá leggjum við af stað til Cape Canaverial og förum þaðan í siglingu með Royal Caribbean Cruise Line til Bahamas. Það verður bullandi stuð á okkar fólki í þessari þriggja nátta ferð. Eins og áður erum við með toppfólk á okkar snærum, frábæra einkaþjálfara sem ætla að halda ykkur í formi með prógrammi milli 10 og 12 á meðan dvöl stendur, bæði á landi og sjó. Fullt fæði er um borð í siglingunni en sérstaklega þarf að greiða fyrir drykki.

Eftir frábæra siglingu er förinni heitið til The Retreat at ChampionsGate hverfisins í Orlando þar sem gist verður í 8 nætur og sólarinnar notið í miklum lúxus. Þar verðum við í þremur 8 herbergja lúxusíbúðum með öllu tilheyrandi; sundlaugum, heitum pottum, prívat bíósal og leikherbergjum. Að auki eru þrír frábærir 18 holu Signature golfvellir á svæðinu og í 15 mínútna akstursfjarlægð er Walt Disney World fyrir þá sem vilja eyða degi eða svo í ævintýraheimi Disney.

 

Svo má ekki gleyma Oasis at ChampionsGate klúbbhúsinu, frábæru sundlaugarumhverfi með „Lazy River“, frábærri sólbaðsaðstöðu með einkasólskýli, glæsilegri líkamsrækt, veitingastað og einkar glæsilegum bar en þar ætlum við að njóta lífsins í einn dag.

Þakkargjörðarhátíðin rennur sitt skeið á meðan við erum úti en við ætlum að halda hana hátíðlega á ekta amerískan máta og fá einkakokk til að framreiða fyrir okkur heimagerða kalkúnamáltíð með öllu tilheyrandi. Fyrir það reiðum við smá þóknun af hendi en það verður klárlega þess virði.

Okkar frábæru þjálfarar og Sigga Dóra munu halda uppi fjörinu með sínu óviðjafnanlega líkamsræktarprógrammi sem inniheldur Zumba, æfingar í tækjasal, göngu og slökun. Eftir svona ferð koma allir endurnærðir heim, fullir af orku, hamingju og útgeislun.

Fyrir þá sem vilja kíkja í verslunarmiðstöðvar eða á útsölumarkaði bjóðum við upp á akstur gegn gjaldi.

Ekki fara á mis við þessa frábæru ferð með SIGGU DÓRU…

 

Öll verð miðast við lágmark tvo í gistingu.

23. Nóvember  2017 – 12 Nætur
Verð kr. 299.900,- á mann
Verð með 34.000 Vildarpunktum Kr. 276.400,-

Fyrir þá sem vilja spila golf eru eftirfarandi golfvellir í boði:

ChampionsGate Golf Club (Sjá vefsíðu)
ChampionsGate Country Club (Sjá vefsíðu)

Vildarpunkar Icelandair

Hægt er að nota 34.000 vildarpunkta frá Icelandair sem jafngilda 23.500 kr. innborgun. Vinsamlegast hafðu samband við ferðaskrifstofu til að nota vildarpunkta. Sími: +354 471 2000

Skilmálar ferðakrifstofu

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun en að öðru leyti er það óendurkræft. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Athugið að flugvallarskattar geta hækkað eða lækkað án fyrirvara.

Netbókanir og verð

Öll verð eru miðuð við netbókanir. Ef bókað er gegnum síma eða tölvupóst leggst bókunargjald (3.900kr) á farþega.

Farangur og þyngd

Í öllum skipulögðum ferðum er heimild fyrir eina 20 kílóa ferðatösku og 6 kílóa handfarangur. Þá mega golfsett mega vega allt að 15 kg í okkar ferðum en í skipulögðum golfferðum má samanlögð þyngd ferðatösku og golfsetts vera allt að 35 kíló.

Hvað er innifalið og ferðatillaga

Flug Með Icelandair í beinu flugi til Orlando Florída
Gist ein nótt á Marriot Hotels í Orlando Florida
3 Nátta Cruise ferð með Royal Caribbean Cruise Line til Bahamas
Hálft fæði(Morgunmatur og Kvöldverður kl:20:00) um borð á meðan siglingu stendur
Námskeið með þjálfurum
8 Nátta Gisting í 5 stjörnu Lúxus einbýli í The Retreat ChampionsGate
Allur akstur til og frá áfangastöðum á með ferð stendur
Íslenskir Þjálfarar
Sigga Dóra
Dagur 1 Marriot
Batterí hlaðin yfir nótt

Dagur 2
Sigling með Royal Caribbean Cruise Line til Bahamas
Prógram alla daga á milli 10 og 12 á meðan siglingu stendur

Dagur 3
Sigling til Bahamas
Námskeið og prógram

Dagur 4
Prógram 10-12
Bahamas og skoðunnarferð

Dagur 5
Prógram 10-12
Siglt til baka til Cape Canaveral

Dagur 6
prógram 10-12
Gönguferð um hverfið

Dagur 7
10.00-12.00 Prógram með þjálfurum.
Frjáls dagur

Dagur 8 á Amorgos
10.00-12.00 Prógram með þjálfurum
Frjáls dagur

Dagur 9
10.00-12.00 Prógram með þjálfurum
Frjáls dagur

Dagur 10
10.00-12.00 Prógram með þjálfurum
Cabana og Clubhouse Oasis

Dagur 11
Heimferð
Flugáætlun
KEFLAVÍK - ORLANDO (17:05 - 20:35) Icelandair
ORLANDO - KEFLAVÍK (18:05 - 06:05) Icelandair

Flogið er með Icelandair til og frá Íslandi.
Hámarks þyngd farangurs er eftirfarandi:
FERÐATASKA : 15 KG.
HANDFARANGUR : 6 KG.

BÓKA FERÐ

  1. Staðfestingargjald í þessari ferð er kr.50.000,- Eftirstöðvar ferðar þarf að greiða til Ferðaskrifstofu 8 vikum fyrir brottför.
  2. FA TRAVEL býður uppá staðgreiðslulán í allt að 24 mánuði eða vaxtarlaus staðgreiðslulán í allt að 12 mánuði. Vinsamlegast hafðu samband við Ferðaskrifstofu í síma 471-2000
Loading…