Truhlářská 1117/16, 110 00 Praha 1-Nové Město, Czechia

kr.29.900

Loading Maps

Fleirri Valkostir í Boði!

Austfirðingar!

Við erum á leið í verslunar- og lystisemdaferð til Prag. Verslun, skoðunarferðir og eintóm gleði!

Okkar markmið er að njóta haustsins í góðum félagsskap, sötra léttvín og ekki síst að borða góðan mat. Svo er líka upplagt að hefja jólaundirbúninginn í skemmtilegum verslunum í Prag…

PRAG, forkunnarfagrar byggingar og ómetanlegar minjar í beinu morgunflugi frá Egilsstöðum.

Komdu með okkur í þessa frábæru ferð með frábæru fólki!

EINUNGIS FLUGSÆTI Í BOÐI

Verð kr. 39.900,- UPPSELT!

Vildarpunktar

Ef flogið er með Icelandair er hægt er að nota 34.000 vildarpunkta hjá félaginu sem jafngilda 23.500 kr. innborgun. Vinsamlegast hafðu samband við ferðaskrifstofu til að nota vildarpunkta. Sími: +354 471 2000

Skilmálar ferðakrifstofu

Staðfestingargjald í þessari ferð er kr. 40.000,- af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun en að öðru leyti er það óendurkræft. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Athugið að flugvallarskattar geta hækkað eða lækkað án fyrirvara og að ferðaskrifstofan áskilur sér rétt á að hætta við ferð ef lágmarksfjöldi næst ekki fyrir tilskilinn tíma.

Netbókanir og verð

Öll verð eru miðuð við netbókanir. Ef bókað er gegnum síma eða tölvupóst leggst bókunargjald (3.900kr) á farþega.

Farangur og þyngd

Í öllum skipulögðum ferðum er heimild fyrir eina 20 kílóa ferðatösku og 6 kílóa handfarangur. Þá mega golfsett mega vega allt að 15 kg í okkar ferðum en í skipulögðum golfferðum má samanlögð þyngd ferðatösku og golfsetts vera allt að 35 kíló.

Hvað er innifalið og ferðatillaga

BEINT FLUG FRÁ EGILSSTÖÐUM TIL PRAG OG TIL BAKA
Flugáætlun
EGILSSTAÐIR - PRAG (10:00 - 15:45) CHARTER AIR FLUG NR:ENT564
PRAG - EGILSSTAÐIR (18:00 - 20:45) CHARTER AIR FLUG NR:ENT565

Hámarks þyngd farangurs er eftirfarandi:
FERÐATASKA : 20 KG.
HANDFARANGUR : 6 KG.

BÓKA FERÐ

  1. Staðfestingargjald í þessari ferð er kr.40.000,- Eftirstöðvar ferðar þarf að greiða til Ferðskrifstofu 8 vikum fyrir brottför. Hægt er að bæta við uppfærslu á gistingu og greiða samhliða staðfestingargjaldi.
  2. Hægt er jafnframt að greiða ferð að fullu og bæta við uppfærslu á gistingu ef þess er óskað og ganga þannig frá fullnaðargreiðslu við bókun.
Loading…

Gott að vita

Lágmarksfjöldi í ferð

Ef lágmarks fjöldi næst ekki í viðkomandi ferð þá áskilur Ferðaskrifstofan þann rétt að hætta við ferð. Allar okkar ferðir eru settar upp með fyrirvara þegar um skipulagðar ferðir eru um að ræða.

Prag

Prag (tékkneska Praha; enska Prague) er höfuðborg Tékklands og jafnframt stærsta borg landsins. Íbúar eru um 1,2 milljónir, en um 1,9 milljónir búa á stórborgarsvæðinu. Elstu hverfin, þar á meðal kastalinn í Prag, eru á heimsminjaskrá UNESCO. Prag er af mörgum talin ein fegursta borg Evrópu, en þangað streyma milljónir ferðamanna hvert ár.

Flauelsbyltingin

16. Nóvember fóru fram fjölmenn stúdentamótmæli í Prag og lenti stúdentum saman við löggæsluna. 600 manns meiddust. Daginn eftir kölluðu stúdentar eftir ótakmörkuðu verkfalli. Leikarar leikhúsanna í borginni sameinuðust þeim. Eftir það voru mótmæli algeng. 24. nóvember fór fram gríðarlega fjölmennur mótmælafundur á Wenzeltorginu þar sem baráttumaðurinn Václav Havel talaði til fólksins og krafðist afsagnar. 1993 aðskildust Tékkland og Slóvakía í tvö sjálfstæði ríki. Prag varð þá að höfuðborg Tékklands.