Manchester, United Kingdom

kr.29.900

Loading Maps

Fleirri Valkostir í Boði!

Manchesterborg kallar!

Við erum á leið í verslunar- og skemmtiferð til Manchester. Verslun, fótbolti og eintóm gleði!

Manchester er verslunarborgin okkar í ár! Við ætlum að njóta lífsins í borg verslunar og skemmtunar í góðum félagsskap, lyfta nokkrum öllurum og borða góðan mat. Svo er líka upplagt að byrja jólaundirbúninginn í skemmtilegum verslunum og skella sér á fótboltaleik.

Manchester er fræg fyrir margt en hæst standa stórlið borgarinnar, Manchester United og Manchester City, erkifjendur í boltanum. Fótbolti, matur, vín og verslun, nú í beinu morgunflugi frá Egilsstöðum.

Kennileiti og staðir sem vert er að skoða eru til dæmis Bridgewater Hall, Manchester Museum, Royal Exchange Theatre, Palace & Opera House, Manchester Museum of Science and Industry og svo má ekki gleyma King Street þar sem allar frægu verslanirnar eru. Arndale verslunarmiðstöðin er innan við tíu mínútna gang frá hótelinu og þar er fótboltasafnið í næsta húsi, ómissandi upplifun fyrir alla unnendur enskrar knattspyrnu. Arndale er ofarlega á lista yfir stærstu verslunarmiðstöðvar heims.

Komdu með okkur í þessa frábæru ferð með frábæru fólki!

EINUNGIS ER UM FLUGSÆTI AÐ RÆÐA

UPPSELT ER Í ÞESSA FERÐ!

Vildarpunktar

Ef flogið er með Icelandair er hægt er að nota 34.000 vildarpunkta hjá félaginu sem jafngilda 23.500 kr. innborgun. Vinsamlegast hafðu samband við ferðaskrifstofu til að nota vildarpunkta. Sími: +354 471 2000

Skilmálar ferðakrifstofu

Staðfestingargjald í þessari ferð er kr. 40.000,- af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun en að öðru leyti er það óendurkræft. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Athugið að flugvallarskattar geta hækkað eða lækkað án fyrirvara og að ferðaskrifstofan áskilur sér rétt á að hætta við ferð ef lágmarksfjöldi næst ekki fyrir tilskilinn tíma.

Netbókanir og verð

Öll verð eru miðuð við netbókanir. Ef bókað er gegnum síma eða tölvupóst leggst bókunargjald (3.900kr) á farþega.

Farangur og þyngd

Í öllum skipulögðum ferðum er heimild fyrir eina 20 kílóa ferðatösku og 6 kílóa handfarangur. Þá mega golfsett mega vega allt að 15 kg í okkar ferðum en í skipulögðum golfferðum má samanlögð þyngd ferðatösku og golfsetts vera allt að 35 kíló.

Hvað er innifalið og ferðatillaga

Flugáætlun
EGILSSTAÐIR - MANCHESTER (11:00 - 13:25) CHARTER AIR
MANCHESTER - EGILSSTAÐIR (16:00 - 18:35) CHARTER AIR

Flogið er með Charter Air til og frá Egilsstöðum.
Hámarks þyngd farangurs er eftirfarandi:
FERÐATASKA : 20 KG.
HANDFARANGUR : 6 KG.

BÓKA FERÐ

  1. Staðfestingargjald í þessari ferð er kr.40.000,- Eftirstöðvar ferðar þarf að greiða til Ferðskrifstofu 8 vikum fyrir brottför.
  2. Ef styttra er í ferð en 8 vikur þá þarf að greiða ferð að fullu við bókun.
  3. Hægt er að bæta við uppfærslu á gistingu og greiða samhliða staðfestingargjaldi.
  4. Hægt er að greiða ferð að fullu og bæta við uppfærslu á gistingu ef þess er óskað.

Uppselt er í þessa ferð!