Killarney, Co. Kerry, Ireland

kr.99.490

Loading Maps

Fleirri Valkostir í Boði!

5 Stjörnu Aghadoe Heights Hótel & Spa

VIÐ ÆTLUM AÐ BJÓÐA 20  SÆTI Á FRÁBÆRU KYNNINGARVERÐI KR. 99.490 .- Á MANN Í TVÍBÝLI

Írland er nýr og frábær áfangastaður fyrir golfferðir. FA Travel býður nú upp á þriggja daga ferð með frábærum golfpakka. Flogið er beint til Cork á Írlandi með WOW air. Klukkutími og 20 mínútna akstur er frá flugvellinum að hinu frábæra Aghadoe Heights Hotel & Spa (*****) þar sem náttúrufegurð og einstök írsk menning sem einkennist af margrómaðri gestristni Íra sameinast nútímalegum lúxus og þægindum.

Spilað er á hinum þekkta Killarney Golf & Fishing Club, þar sem Irish Open hefur verið haldið nokkrum sinnum. Völlurinn býður upp á tvo frábæra 18 holu hringi, annars vegar Killeen sem er 6593 metrar (7252 yards) og er par: 72, SSS: 73 og hinsvegar Mahony’s Point sem er 6164 metrar (6780 yards) par: 72 og SSS: 72. Eftir frábæran golfdag er ekki amalegt að skála í einum ísköldum írskum bjór í góðra vina hópi á The Horseshoe Bar í klúbbhúsinu. Næst spilum við Ring of Kerry Golf Club sem er stórglæsilegur golfvöllur, 6092 metrar (6663 yards) og býður upp á dásamlega náttúrufegurð.

Öll verð miðast við lágmark tvo í gistingu.

15. September  2017 – 4 Dagar / 3 Nætur
Verð kr. 99.490,- á mann í tvíbýli

Golfvellir á Aghadoe Heights Hotel & Spa:

Killarney Golf & Fishing Club (sjá vefsíðu)
Ring of Kerry Golf Club (sjá vefsíðu)

Skilmálar ferðakrifstofu

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun en að öðru leyti er það óendurkræft. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Athugið að flugvallarskattar geta hækkað eða lækkað án fyrirvara.

Netbókanir og verð

Öll verð eru miðuð við netbókanir. Ef bókað er gegnum síma eða tölvupóst leggst bókunargjald (3.900kr) á farþega.

Farangur og þyngd

Í öllum skipulögðum ferðum er heimild fyrir eina 20 kílóa ferðatösku og 6 kílóa handfarangur. Þá mega golfsett mega vega allt að 15 kg í okkar ferðum en í skipulögðum golfferðum má samanlögð þyngd ferðatösku og golfsetts vera allt að 35 kíló.

 

Hvað er innifalið og ferðatillaga

Flug með WOW air
Akstur til og frá flugvelli
3 nætur á 5 stjörnu Aghadoe Heights Hótel
Írskt Morgunverðahlaðborð
2x Golf á Killarney Golf & Fishing Club
2x Golf á Ring of Kerry Golf Club
Aðgengi að SPA og líkamsrækt
Íslensk farastjórn
Flugáætlun 15. SEPT 2017
KEFLAVIK-CORK (06:30 - 10:25) WOW AIR FLUG NR:WW 858
CORK - KEFLAVÍK (11:45 - 13:40) WOW AIR FLUG NR:WW 859

Flogið er með WOW AIR
Hámarks þyngd farangurs er eftirfarandi:
FERÐATASKA : 15 KG.
GOLFTASKA : 15 KG.
HANDFARANGUR : 6 KG.
Auka Golfhringur 45 evrur
Golfkerra 25 evrur
5 rétta kvölverður 45 Evrur

BÓKA FERÐ

  1. Staðfestingargjald í þessari ferð er kr. 50.000,-  Eftirstöðvar ferðar þarf að greiða til Ferðaskrifstofu 8 vikum fyrir brottför. Ef styttra er í ferð en 8 vikur þá þarf að greiða ferð að fullu við bókun.