Greiðslukjör og Ferðaávísanir

Ferðaskrifstofan býður viðskiptavinum sínum einnig upp á sértæka greiðsluþjónustu sem felst annars vegar í Vaxtalausu láni með allt að 6 jöfnum mánaðarlegum greiðslum en fyrsti gjalddagi er ávallt 1-3 mánuðum eftir frágang (háð frágangsdegi og yfirstandandi greiðslukortatímabili). Ferðaskrifstofan getur lánað mismunandi mikið af ferðakostnaði og eru farþegar hvattir til að athuga símleiðis í síma 471-2000 með fjárhæðir. Vaxtalaust lán þýðir einfaldlega það að farþegar borga enga vexti af veittri lánsfjárhæð á afborgunartímabilinu en þurfa þó að borga lántökukostnað sem og útskriftargjald á greiðsluseðlum sem Borgun hf., innheimtir fyrir sína þjónustu.

Þá býður ferðaskrifstofan einnig upp á Raðgreiðslusamninga til allt að 24 mánaða en slíkri greiðsludreifingu fylgir lántökukostnaður, mánaðarvextir skv. ákvörðun Borgunar hf. og útskriftargjald greiðsluseðla. Vinsamlegast hafið samband við Borgun hf. til að fá frekari upplýsingar um vaxtakjör og annað.

Ferðaskrifstofan hvetur farþega sína sem þurfa að skipta greiðslufrágangi sínum vegna ferðakostnaðar með því að nýta sér Vaxtalausu lánakjörin þar sem slíkt gerir það að verkum að farþegar teljast Staðgreiða sína ferð og fyrir vikið eru ekki háðir mögulegum breytingum á ferðakostnaði eins og fjallað er um í Skilmálum ferðaskrifstofunnar (sjá hnapp á valstiku efst á síðunni).