Vetrar ævintýri fyrir hvern dag

DAVOS/KLOSTER SVISS
Nýr vetrar áfangastaður FA Travel

Veturinn er að skella á og komin tími til að dusta rikið af skíðunum og gera sig kláran fyrir vetrafríið. Davos Sviss er nýjasti skíðastaðurinn okkar þennan veturinn og ekkert til sparað. Glæsileg 5 stjörnu hótel eins og Steigenberger Belvérdere og Ameron Collection 4 stjörnu glæsilegt hótel í hjarta borgarinnar Davos, ásamt fleirum valkostum þegar kemur að gistingu.

Yfir 600 km af valkostum sem ekki má missa af!

Allt er mögulegt í Davos

Davos er fullkomið til að stunda vetraríþróttir. Hér eru skíðabrekkur við allra hæfi. Frábær skipulagning í einstöku fjalllendi. Slakaðu á einhverjum hinna fjölmörgu veitingastaða í fjallinu og njóttu þess að sjá útsýni í allar áttir sem er stófenglegt.

Án endurgjalds!

Almennings vagnar eru við hótelið og eru án endurgjalds.  Lestasamgöngur færa þig beint og án endurgjalds til þess skíðasvæðisins sem þú velur, hvort sem er í Davos, Klosters, og eða þú vilt fara á Parsenn, Jakobshorn, Pischa eða Rinerhorn – valið er þitt!

Skíðakennsla alla daga

Kennsla er í boði, hvort sem það er Skíði, snjóbretti eða gönguskíði. Skíðakennslan er í boði alla daga á öllum svæðum, okkar hótel aðstoðar þig og leiðbeinir ef þú villt bóka skíðakennslu. Næturskíði er stórkostleg upplifun og er í boði undir heiðskýrum stjörnuhimninum, allt er mögulegt í Davos.

Vetrarævintýri á hverjum degi

“Davos Klosters Upplifun”, Gestaprógröm alla daga, sem býður upp á vetrarupplifun með einstökum hætti. Upplifðu sólarupprás á á toppi tinda Davos eða Kloster.  List og Menning, er í boði vikulega frá miðjum Desember til miðjan Apríl og er ávallt án endurgjalds, og svo má ekki gleyma að taka þátt í torchlight gönguferðinni.