Truhlářská 1117/16, 110 00 Praha 1-Nové Město, Czechia

kr.134.900

Loading Maps

Fleirri Valkostir í Boði!

Okkar Samstarfsaðilar

Austfirðingar!

Við erum á leið í verslunar- og lystisemdaferð til Prag. Verslun, skoðunarferðir og eintóm gleði!

Okkar markmið er að njóta haustsins í góðum félagsskap, súpa léttvín og ekki síst að borða góðan mat. Svo er líka upplag að byrja jólaundirbúninginn í skemmtilegum verslunum í Prag…

PRAG og Forkunnarfagrar Byggingar og minjar í Beinu Morgunflugi frá Egilsstöðum.

Hægt er að velja milli tveggja stórglæsilegra gistimöguleika. Grandior Hotel Prague, fimm stjörnu hótel eða Hotel Grand Majestic Plaza, fjögurra stjörnu lúxushótel í hjarta gamla miðbæjarins. Bæði hótelin eru í göngufæri við alla helstu ferðamannastaði og einungis nokkrum skrefum frá hinu fræga Municipal House, Gothic Powder Gate og Republic Square þar sem hin glæsilega verslunarmiðstöð Palladium er til húsa. Aðrir helstu ferðamannastaðir í nágrenni við hótelin okkar eru, Old Town Square, Charles brúin og Jewish Quarter.

Komdu með okkur í þessa frábæru ferð með frábæru fólki!

Tegund ferðar: Skipulögð ferð
Lengd: 3 Nætur
Hámarks fjöldi í þessa ferð: 187
Staðsetning: Egilsstaðir í beinu flugi
Einkunargjöf:
Fullorðnir:

Þú ert að bóka Egilsstaðir og Prag í beinu flugi

Staðfesta

Þín bókun:

Gott að vita

Prag og Forkunnarfagrar byggingar og minjar

Víst er að Prag býr að aldagamalli menningu sem birtist ferðamanninum í forkunnarfögrum byggingum og minjum þegar hann arkar um stræti borgarinnar. Byggingar sem mörgum finnst taka flestu því fram sem þeir hafa upplifað í menningarlöndum V-Evrópu. Borgin hefur nær því í árþúsund verið menningarmiðstöð Evrópu. Þar hafa Karl 4., Mozart, Smetana, Dvorak, Kafka, Hasek og Havel gengið um sömu strætin og kneyfað öl á sömu kránum. Menning er í hávegum höfð í Tékklandi og það var starfsfólk þjóðleikhússins sem hóf allsherjarverkfallið í flauelsbyltingunni 1989. Það má segja að menningin hafi tekið völdin í þessu landi.

Miðborgin skiptist í fjóra meginhluta, tvo sitt hvoru megin Moldár, sem liðast um borgina miðja. Á austurbakkanum er Staré Mestro, “gamli bærinn” sem á rætur aftur til 1230, og Nové Mesto, “nýi bær” þrátt fyrir að grunnur hafi verið lagður að honum árið 1348 af Karli 4. Á vesturbakkanum eru svo Malá Strana og Hradcany.

Hvarvetna eitthvað nýtt og spennandi

Ferðalangurinn getur þrætt götur borgarinnar og þröng stræti dögum saman. Hvarvetna ber eitthvað nýtt og spennandi fyrir augu. Mesta athygli vekur óneitanlega Karlsbrúin, sem títtnefndur Karl 4. lét byggja. Auk hefðbundinna byggingarefna var kalkið blandað með víni, mjólk og eggjum til að gera blönduna kröftugri. Ef til vill er það vegna þessarar óvenjulegu blöndu að brúin stendur enn heil. Virkisturninn við austurenda brúarinnar er merkileg bygging í gotneskum stíl og sjálfa brúna prýða 30 styttur af trúarlegum toga. Brúin er mjög vinsæll staður og fara um 20 þúsund manns um hana á hverri klukkustund á góðum degi.

Starometské námestí, gamla torgið, iðar af mannlífi allan liðlangan daginn og fram á nótt. Alltaf má sjá fólk í hópum framan við hina sérstæðu og fögru klukku á ráðhúsinu, sem smíðuð var fyrir fimm hundruð árum. Klukkan er ekkert venjuleg klukka, hún sýnir einnig gang himintungla mánaðardag og mánuð. Sagan hermir að borgarstjórnin hafi látið blinda klukkusmiðinn til að koma í veg fyrir að hann gæti byggt fegurri klukku í annarri borg. Áður en klukkusmiðurinn, Hanus, dó hefndi hann sín og gerði klukkuna óvirka, þannig að hún gekk ekki í mörg ár.

Hvað er innifalið og ferðatillaga

Flug með Charter Air
Akstur til og frá flugvelli
3 nætur á 4 stjörnu Grand Majestic Plaza Hótel
Aukakostnaður ef gist er á Grandior Hotel Prague
Morgunverðahlaðborð
Íslensk farastjórn
Flugáætlun
EGILSSTAÐIR - PRAG (08:00 - 11:30) CHARTER AIR FLUG NR:FA 700
PRAG - EGILSSTAÐIR (06:00 - 21:30) CHARTER AIR FLUG NR:FA 701

Flogið er með CHARTER AIR
Hámarks þyngd farangurs er eftirfarandi:
FERÐATASKA : 20 KG.
HANDFARANGUR : 6 KG.